Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 394  —  345. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um brottvísun þungaðrar konu.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


     1.      Hver tók ákvörðun um að vísa þungaðri konu á 36. viku meðgöngu úr landi ásamt tveggja ára barni hennar aðfaranótt 5. nóvember 2019?
     2.      Hver tekur ákvarðanir um að heimila brottvísun þungaðra kvenna þrátt fyrir að þær hafi verið metnar óhæfar til flugs vegna áhættumeðgöngu eftir læknisskoðun á Landspítalanum? Á hvaða grundvelli tekur læknir Útlendingastofnunar ákvörðun um að veita þungaðri konu flugvottorð (e. fit-to-fly certificate), jafnvel án þess að læknisskoðun fari fram, og heimila þannig brottvísanir þungaðra kvenna þvert á álit sérfræðinga Landspítalans?
     3.      Tryggir Útlendingastofnun þunguðum konum og væntanlegum börnum þeirra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við brottvísun, svo sem á leið á flugvöll, í flugvél og við komu til móttökuríkis?
     4.      Er fyrrgreind brottvísun hinn 5. nóvember 2019 á þungaðri konu á 36. viku meðgöngu í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda um mannúðlega meðferð á umsækjendum um alþjóðlega vernd?
     5.      Hversu mörgum þunguðum konum hefur verið vísað úr landi á þessu ári og því síðasta og á hvaða tíma meðgöngu voru konurnar?


Skriflegt svar óskast.