Ferill 346. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 395  —  346. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um orkudrykki.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvaða rannsóknir eða greiningar eru til hjá ráðuneytinu eða embætti landlæknis um áhrif svokallaðra orkudrykkja á heilsufar, þá sér í lagi á börn og ungmenni eða aðra heilsufarslega viðkvæma hópa?
     2.      Hefur ráðuneytið upplýsingar um tilvik þar sem neysla orkudrykkja hefur haft bein áhrif á heilsufar neytanda, t.d. orsakað yfirlið, hjartsláttartruflanir, krampaflog, nýrnabilun eða jafnvel dauðsföll líkt og skráð hefur verið annars staðar á Norðurlöndum og í nokkrum Evrópulöndum?
     3.      Hvernig er eftirliti með sölu orkudrykkja háttað, með tilliti til aldurstakmarkana kaupenda?
     4.      Eru áform um að endurskoða reglur um orkudrykki, m.a. varðandi innihald koffíns og táríns og sölu til barna og ungmenna?


Skriflegt svar óskast.