Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 405  —  348. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um þrotabú föllnu bankanna og endurskoðunarfyrirtæki.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


    Hafa þrotabú föllnu bankanna sóst eftir bótum frá þeim endurskoðunarfyrirtækjum sem árituðu reikninga þeirra misserin fyrir hrun? Ef svo er, hafa þrotabúin fengið slíkar bætur með samningum eða dómum?


Skriflegt svar óskast.