Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 406  —  349. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðlögun að loftslagsbreytingum og aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hver telur ráðherra að séu brýnustu verkefni samfélagsins við aðlögun að loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra?
     2.      Hvernig geta Alþingi, ríkisstjórn og sveitarfélög haft forystu um að unnin verði haldbær aðgerðaáætlun á næstu árum vegna aðlögunarinnar?