Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 407  —  350. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans hf.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver er áætlaður byggingarkostnaður nýrra höfuðstöðva Landsbankans hf. við Austurhöfn í Reykjavík?
     2.      Hve stór hluti byggingarinnar verður leigður út undir annað en starfsemi Landsbankans?
     3.      Hver hefur þróun starfsmannafjölda bankans verið á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011 og hvað má gera ráð fyrir að starfsmönnum fækki mikið árlega næstu 10 árin vegna breytinga í bankastarfsemi?
     4.      Hvernig telur ráðherra að þörf fyrir húsnæði af þessari stærð og á þessum stað undir starfsemi bankans breytist fyrstu 10 árin eftir að byggingin verður tekin í notkun með tilliti til þróunar starfsmannafjölda og breytinga í bankastarfsemi? Hvaða rök mæla með því að byggja á þessum stað? Telur ráðherra að staðsetningin sé rétt með tilliti til bankaþjónustu framtíðarinnar?
     5.      Hvað greiðir væntanleg útleiga húsnæðisins niður stóran hluta stofnkostnaðar þess? Hvaða áform eru uppi í því sambandi?
     6.      Hvert má ætla að sé markaðsvirði lóðarinnar sem tilheyrir byggingunni og hvað nemur það stórum hluta stofnkostnaðarins?
     7.      Telur ráðherra, sem handhafi hlutabréfs ríkissjóðs í bankanum, bygginguna skynsamlega fjárfestingu? Er fyrirhuguð framkvæmd gerð með samþykki Bankasýslu ríkisins?
     8.      Kemur til greina af hálfu ráðherra að falla frá umræddum byggingaráformum og selja lóðina? Hver er skoðun Bankasýslu ríkisins þar að lútandi?
     9.      Verða núverandi höfuðstöðvar bankans í Austurstræti seldar eða yfirtekur ríkissjóður þær?
     10.      Eru uppi áform um að selja húsnæði útibúa bankans á höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna nýbygginguna?
     11.      Hver eru áform ráðherra um meðhöndlun listskreytinga innan núverandi höfuðstöðva bankans og friðun þeirra eftir að höfuðstöðvar bankans hafa verið fluttar?


Skriflegt svar óskast.