Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 413  —  101. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um skráningu einstaklinga.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar
(PállM, AIJ, AKÁ, BjG, BÁ, GuðmT, HBH, JSV).


     1.      Í stað orðanna „gera mögulegt að halda áreiðanlega“ í 1. gr. komi: tryggja að haldin sé áreiðanleg.
     2.      Á eftir 13. tölul. 4. gr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Úrtaksaðili: Sá aðili sem hefur heimild til úrtaksvinnslu á grundvelli samnings við Þjóðskrá Íslands.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „þjóðerni, trúarbrögð“ komi: ríkisfang, fæðingarland, skráningu í trú- og lífsskoðunarfélög.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Vinnsla persónuupplýsinga.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir 3. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: fæðingarstaður.
                  b.      Orðin „sbr. 14. tölul. 4. gr.“ í 16. tölul. 1. mgr. falli brott.
                  c.      Við 2. mgr. bætist: eða til hagskýrslugerðar.
     5.      Við 15. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                      Þjóðskrá Íslands heldur skrá yfir þá sem andmæla því að nöfn þeirra séu notuð í markaðssetningarstarfsemi. Ráðherra setur, í samráði við Þjóðskrá Íslands og Persónuvernd, nánari reglur um gerð og notkun slíkrar skrár og hvaða upplýsingar skuli koma þar fram. Ábyrgðaraðilar sem starfa í beinni markaðssókn og þeir sem nota skrá með nöfnum, heimilisföngum, netföngum, símanúmerum og þess háttar eða miðla þeim til þriðja aðila í tengslum við slíka starfsemi skulu, áður en slík skrá er notuð í slíkum tilgangi, bera hana saman við skrá Þjóðskrár Íslands til að koma í veg fyrir að markpóstur verði sendur eða hringt verði til einstaklinga sem hafa andmælt slíku. Þjóðskrá Íslands getur heimilað undanþágu frá þessari skyldu í sérstökum til vikum í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                  b.      Orðin „meðan verndar nýtur við“ í 4. mgr. falli brott.
     6.      2. mgr. 16. gr. falli brott.
     7.      2. mgr. 18. gr. orðist svo:
                      Þjóðskrá Íslands getur krafist þess að lögð verði fram staðfesting yfirvalds á gildi erlendra skjala eða vottorða.
     8.      Við 21. gr.
                  a.      Í stað orðanna „ nöfn og heimilisföng þátttakenda“ í 3. málsl. 2. mgr. komi: upplýsingar um þátttakendur.
                  b.      Við 3. málsl. 2. mgr. bætist: enda eru upplýsingarnar skráðar hjá Þjóðskrá Íslands.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                      Sveitarfélög eiga, án þess að sérstök greiðsla komi fyrir, rétt á íbúaskrám til að sinna skyldum sínum skv. 3. mgr. 17. gr.
     9.      Við 25. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, með síðari breytingum: 2. og 3. mgr. 21. gr. laganna falla brott.