Ferill 355. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 414  —  355. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umgengnisúrskurði og ofbeldi gegn börnum.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að það hafi áhrif á úrskurði í umgengnismálum ef talið er að barn hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi samkvæmt mati Barnahúss? Telur ráðherra að kerfið starfi nægilega heildstætt og í samræmi við lög þegar slík mál koma upp?
     2.      Hvenær í ferli málsins, áður en úrskurðað er um umgengni við barn, er hugað að því að kanna hvort foreldri hafi hlotið dóm, t.d. fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum?
     3.      Telur ráðherra að almennt sé tekið nægilega mikið mark á því þegar fram koma áhyggjur og/eða frásagnir um ofbeldi af hálfu annars foreldris áður en úrskurðað er um umgengni barns við foreldri?
     4.      Telur ráðherra að tryggt sé að barn sem greinir frá ofbeldi og/eða vill ekki hitta foreldri sitt fái að njóta vafans þegar úrskurðað er um umgengni og að barn sé ekki skikkað til umgengni við foreldri sitt?