Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 417  —  358. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umgengnisrétt og hag barna.

Frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur.


     1.      Hvaða gögn um ofbeldi gegn barni, foreldri eða öðrum á heimili barns hafa vægi við mat sýslumanns þegar úrskurðað er um umgengni skv. 47. gr. barnalaga, nr. 76/2003, og þegar dómari sker úr um forsjá eða lögheimili barns skv. 34. gr laganna? Er ávallt litið til þess ef skýrslur úr Barnahúsi, lögregluskýrslur eða önnur sambærileg gögn liggja fyrir?
     2.      Hvernig getur foreldri tryggt að barn þurfi ekki að umgangast hitt foreldri sitt ef yfirvöldum hefur verið greint frá ofbeldi þess foreldris gegn barninu eða öðrum nákomnum því, sbr. 46. gr. barnalaga þar sem segir að barn skuli njóta umgengni ef það er ekki andstætt hag þess?