Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 441  —  348. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni um þrotabú föllnu bankanna og endurskoðunarfyrirtæki.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hafa þrotabú föllnu bankanna sóst eftir bótum frá þeim endurskoðunarfyrirtækjum sem árituðu reikninga þeirra misserin fyrir hrun? Ef svo er, hafa þrotabúin fengið slíkar bætur með samningum eða dómum?

    Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. þingskapalaga, nr. 55/1991, getur alþingismaður óskað upplýsinga eða svars frá ráðherra um opinbert málefni. Í 3. mgr. 49. gr. laganna er opinbert málefni skilgreint sem „sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi ríkisins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins og annast stjórnsýslu eða veita almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings“.
    Þau þrotabú og fyrirtæki sem um ræðir hafa hvorki verið í eigu ríkisins né hafa þau veitt almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings. Þrotabú föllnu bankanna tengdust óbeint hlutverki og starfsemi ríkisins vegna eignarhalds ríkisins á tveimur endurreistum bönkum og áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta en þau tengsl hafa ekki leitt til þess að ráðuneytið eða stofnanir þess búi yfir þeim upplýsingum sem um er spurt.