Ferill 366. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 442  —  366. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kynbundið áreiti og ofbeldi við kvensjúkdómaskoðun og fæðingar.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hefur kynbundið áreiti og ofbeldi gagnvart konum við kvensjúkdómaskoðun og fæðingar verið rannsakað hér á landi? Ef svo er, hverjar voru niðurstöður þeirrar rannsóknar og hvað er áætlað að gert sé með þær niðurstöður? Ef svo er ekki, telur ráðherra rétt að slík rannsókn verði gerð?
     2.      Telur ráðherra að þörf sé á að viðurkenna að kynbundið áreiti og ofbeldi geti átt sér stað í tengslum við fæðingar og kvensjúkdómalækningar og herða lög um réttindi sjúklinga, líkt og Evrópuráðsþingið hefur hvatt aðildarríki Evrópuráðsins til að gera?
     3.      Telur ráðherra tilefni til að fara í upplýsinga- og fræðsluátak um kynbundið áreiti og ofbeldi gagnvart konum við kvensjúkdómaskoðun og fæðingar, líkt og Evrópuráðið hefur kallað eftir að aðildarríki geri?


Skriflegt svar óskast.