Ferill 373. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 463  —  373. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um friðlýst svæði.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hver eru friðlýst svæði, friðaðar vistgerðir, vistkerfi og tegundir á Íslandi og á hvaða forsendum voru þau friðlýst og friðuð?
     2.      Hvaða svæði, vistkerfi, vistgerðir og tegundir eru í ferli til friðunar í ráðuneytinu, hversu langt er ferlið komið og á hvaða forsendum á að friðlýsa eða friða?
     3.      Hve stór eru einstök svæði sem friðuð hafa verið og hvert er mat ráðherra á umfangi, ástandi eða viðgangi vistgerða, vistkerfa og tegunda sem friðlýst og friðuð hafa verið?
     4.      Hvaða úttektir eða rannsóknir hafa verið gerðar á framangreindum friðlýstum svæðum, friðuðum vistgerðum, vistkerfum og tegundum sem friðlýst hafa verið? Í hvaða tilfellum eru til stjórnunar- og verndaráætlanir og ef þær eru ekki til, hvernig gengur vinna við þær í einstökum tilfellum?
     5.      Í hvaða tilfellum hefur friðlýsingu og friðun verið aflétt?


Skriflegt svar óskast.