Ferill 376. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 468  —  376. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tekjur ríkisins af eldsneyti og bifreiðum.

Frá Haraldi Benediktssyni.


     1.      Hvernig hafa þróast skatttekjur ríkisins af innflutningi og sölu eldsneytis á bifreiðar, þ.e. bensíni og dísil, undanfarin fjögur ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hvað gera áætlanir ríkisins ráð fyrir að tekjur ríkisins verði miklar af bensíni og dísil næstu fjögur ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     3.      Hverjar voru undanfarin fjögur ár skatttekjur ríkisins af bifreiðum sem knúnar eru með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti? Hversu margar eru þær bifreiðar og hvert er hlutfall þeirra af heildarbílaflota landsins? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.