Ferill 377. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 469  —  377. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um tollamál og Evrópusambandið.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


    Hvaða áhrif hefði það á tollaumhverfi hér á landi ef Ísland væri fullgildur aðili að Evrópusambandinu, hvort sem um ræðir inn- eða útflutning? Svar óskast sundurliðað eftir tollskrárnúmerum og vægi einstakra tollskrárnúmera í inn- og útflutningi.


Skriflegt svar óskast.