Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 472  —  216. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra, sundurliðað eftir stofnunum?

Utanlandsferðir ráðherra.
2016 2017 2018 2019
9 13 5 3

    Ferðir ráðherra 2019 eru taldar fram til 30. september. Auk þess fóru ráðherra og aðstoðarmaður tvær ferðir fyrir utanríkisráðherra á árinu 2019.

Utanlandsferðir yfirstjórnar.
    Yfirstjórn er skilgreind hér sem ráðuneytisstjóri, skrifstofustjórar og aðstoðarmenn ráðherra. Hvoru tveggja aðstoðarmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og aðstoðarmenn ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eru hér meðtaldir þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með starfsmannamál ráðuneytisins.

2016 2017 2018 2019
44 41 46 24

Utanlandsferðir almennra starfsmanna.

2016 2017 2018 2019
159 142 138 86


Utanlandsferðir starfsmanna stofnana.
2016 2017 2018 2019
Fiskistofa 36 33 50 29
Hafrannsóknastofnun 123 197 184 159
Matvælastofnun 113 104 125 65


     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Ferðirnar voru ekki kolefnisjafnaðar, hvorki hjá ráðuneyti né stofnunum.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í framangreindum stofnunum og ef svo er, hvar?
    Já, fjarfundabúnaður er til í ráðuneyti og öllum stofnunum.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?

Fundir haldnir með fjarfundabúnaði.
2016 2017 2018 2019
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 13 21 42 40
Fiskistofa 7 13 27 49
Hafrannsóknastofnun 345
Matvælastofnun 33 37 37 23

    Fjöldi funda hjá ráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun eru áætlaðar. Hafrannsóknastofnun áætlaði einungis fyrir árið 2019. Tölur um fjölda fjarfunda hjá Fiskistofu og Matvælastofnun byggjast á gögnum.