Ferill 217. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 473  —  217. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra, sundurliðað eftir stofnunum?

Utanlandsferðir ráðherra.
2016 2017 2018 2019
8 5 5 4

    Ferðir 2019 voru taldar fram til 30. september.

Utanlandsferðir starfsmanna stofnana.
2016 2017 2018 2019
Ferðamálastofa 15 18 8 10
Hugverkastofa 66 83 75 38
Neytendastofa 37 44 41 30
Nýsköpunarmiðstöð 94 96 99 69
Orkustofnun 83 79 74 74
Samkeppniseftirlitið 27 19 23 16

    Ferðir voru 2019 taldar fram til 30. september.

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Ferðamálastofa gerði samning við Kolvið frá og með 2018 um kolefnisjöfnun ferðalaga innan lands og utan. Nýsköpunarmiðstöð Íslands á trjálund í Heiðmörk sem starfsfólk hefur plantað í trjám í þessum tilgangi. Ekki hefur verið kannað hvort fullt samræmi sé á milli ferða og gróðursetningar. Aðrar stofnanir kolefnisjafna ekki ferðir.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í framangreindum stofnunum og ef svo er, hvar?
    Já, fjarfundabúnaður er til hjá öllum stofnunum.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?

2016 2017 2018 2019
Ferðamálastofa 29 30 50 38
Hugverkastofa 24 44 47 31
Neytendastofa 28 29 31 23
Nýsköpunarmiðstöð 763 976 1078 884
Orkustofnun 60–70 60– 70 60– 70 60– 70
Samkeppniseftirlitið 27 19 23 16

    Fjöldi funda hjá Orkustofnun og Samkeppniseftirlitinu er áætlaður. Tölur um fjölda fjarfunda hjá Ferðamálastofu, Hugverkastofu, Neytendastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands byggjast á gögnum.