Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 493  —  186. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með breytingartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, með síðari breytingum (afnám búsetuskilyrða).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Baldur Sigmundsson, Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur og Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Nefndinni bárust engar umsagnir um málið.
    Með frumvarpinu er brugðist við athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA um skilyrði um búsetu og heimilisfesti stjórnarmanna og framkvæmdastjóra í íslenskum atvinnufyrirtækjum. Áður hefur verið brugðist við sambærilegum athugasemdum með breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, sbr. lög nr. 25/2017.
    Nefndin hefur ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en leggur til breytt orðalag til að auka skýrleika. Breytingartillögu nefndarinnar er ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif.
    Að framansögðu virtu leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      1. gr. orðist svo:
                  Í stað orðanna „enda séu viðkomandi aðilar búsettir eða með heimilisfesti“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: eða um þá sem eru búsettir.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: Í stað orðanna „enda séu viðkomandi ríkisborgarar“ í 1. mgr. kemur: eða um þá sem eru.
                  b.      B-liður orðist svo: Á eftir orðinu „Færeyingar“ í 2. mgr. kemur: og þeir.

    Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. nóvember 2019.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Þorsteinn Víglundsson. Brynjar Níelsson.
Oddný G. Harðardóttir. Ólafur Þór Gunnarsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Smári McCarthy. Silja Dögg Gunnarsdóttir.