Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 497  —  112. mál.
Fyrirsögn.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um kostnað við snjómokstur og hálkuvörn.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var árlegur kostnaður Vegagerðarinnar við snjómokstur og hálkuvörn á árunum 2010–2018:
     a.      á landinu öllu,
     b.      á Fjarðarheiði,
     c.      á Fagradal?


Landið allt.
    Í eftirfarandi töflu má sjá heildarkostnað Vegagerðarinnar við snjómokstur á landinu öllu 2010–2018. Tölur eru á verðlagi í lok árs 2018.

Ár

Kostnaður

2010
2.251.936.720
2011 2.755.474.929
2012 2.908.845.076
2013 3.081.257.663
2014 3.552.915.931
2015 3.802.065.510
2016 2.932.767.466
2017 2.967.464.992
2018 3.365.749.077

Fjarðarheiði.
    Viðhaldi og þjónustu á Fjarðarheiði er sinnt frá áhaldahúsinu í Fellabæ. Í töflunni er sýndur allur kostnaður vegna snjómoksturs og hálkuvarna sem sinnt er frá Fellabæ. Innifalinn er kostnaður við stjórnun og rekstur búnaðar vegna þessara verkefna. Í neðstu tveimur línunum er sýndur kostnaður við snjómokstur og hálkuvarnir á Fjarðarheiði einni. Annars vegar, í næstneðstu línu, án kostnaðar við hálkuvarnir, stjórnun og rekstur búnaðar. Hins vegar, í neðstu línu, með kostnaði vegna hálkuvarna, stjórnunar og reksturs búnaðar. Helmingamokstur og kostnaður við rekstur vaktstöðvar eru undanskildir. Tölur eru í þús. kr.

Verkhluti 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Mokstur 88.188 82.453 88.476 134.061 178.386 112.749 107.152 95.358 103.479
Stjórnun, hálkuvarnir 10.050 15.274 19.313 27.898 25.646 33.416 42.024 51.432 51.002
Tennur og dreifarar 9.794 9.499 10.381 14.685 15.370 18.584 10.277 8.690 17.430
Samanlagt 108.033 107.226 118.170 176.643 219.403 164.750 159.454 155.480 171.912
Hlutdeild snjómoksturs 82% 77% 75% 76% 81% 68% 67% 61% 60%
Fjarðarheiði 32.139 28.136 31.876 44.938 57.963 34.168 37.243 31.012 40.669
Með öllum kostnaði 39.371 36.590 42.575 59.212 71.290 49.927 55.421 50.565 67.564

Fagridalur.
    Í töflunni hér á eftir er sýndur allur kostnaður vegna snjómoksturs og hálkuvarna sem tilheyra áhaldahúsi á Reyðarfirði. Leiðinni um Fagradal er sinnt þaðan. Innifalinn er kostnaður við hálkuvarnir, stjórnun og rekstur búnaðar vegna þessara verkefna. Fagridalur og Hólmaháls voru fram að flutningi Hringvegarins á sama verknúmeri. Með öðrum orðum er kostnaður vegna þessara tveggja vegakafla ekki skilinn að í bókhaldi. Á grunni gagna ársins 2019 er kostnaður við leiðina um Fagradal metinn 75% af heildarkostnaði leiðarinnar frá Eskifirði að Egilsstöðum. Leiðinni frá Eskifirði að Egilsstöðum er skipt í þessa tvo kafla, þ.e. annars vegar er leiðin um Fagradal og hins vegar leiðin um Hólmaháls. Kostnaður við Hólmaháls er metinn 25% af heildarkostnaði. Í neðstu línunni er sýndur kostnaðurinn við Fagradal sérstaklega með kostnaði vegna hálkuvarna, stjórnunar og reksturs búnaðar. Í næstneðstu línunni er sýndur beinn kostnaður vegna moksturs. Helmingamokstur og kostnaður við rekstur vaktstöðvar eru undanskildir. Tölur er í þús. kr.

Verkhluti 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Mokstur 73.823 87.312 92.039 89.710 100.747 99.761 72.776 70.837 60.814
Stjórnun, hálkuvarnir 9.363 13.698 22.708 30.208 24.840 33.764 19.745 19.207 25.958
Tennur og dreifarar 7.416 7.416 7.416 7.416 7.416 7.416 7.416 7.416 7.416
Samanlagt 90.602 108.426 122.163 127.334 133.004 140.942 99.938 97.461 94.188
Hlutdeild snjómoksturs 81% 81% 75% 70% 76% 71% 73% 73% 65%
Egilsstaðir–Eskifjörður 26.761 30.827 42.181 32.928 315.36 38.631 30.019 30.471 33.240
Fagridalur 24.632 28.712 41.991 35.053 31.224 40.933 30.917 31.442 38.612
Með öllum kostnaði 32.843 38.282 55.988 46.738 41.632 54.577 41.223 41.923 51.483