Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 508  —  387. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um stríðsáróður.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða rök stóðu til þess að íslensk stjórnvöld samþykktu með fyrirvara ákvæði um bann við stríðsáróðri í alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. 1. mgr. 20. gr. samningsins?
     2.      Er afstaða ráðherra enn sú sama og birtist í þeim fyrirvara sem settur var við fullgildingu samningsins?
     3.      Hefur nýlega farið fram úttekt á kostum og göllum þess að aflétta fyrrgreindum fyrirvara og leiða í lög skýrt bann við stríðsáróðri hér á landi og ef svo er, hver var niðurstaða þeirrar úttektar?


Skriflegt svar óskast.