Ferill 388. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 509  —  388. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um lagarök, lögskýringarsjónarmið og lögskýringargögn til grundvallar útgáfu reglugerðar.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Hvaða lagarök, lögskýringarsjónarmið og lögskýringargögn voru lögð til grundvallar þegar metið var að 45. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, sem veitir ráðherra heimild til útgáfu reglugerða um framkvæmd laganna, fæli í sér nægilega heimild, og þar með fullnægjandi lagastoð, til að Evrópureglugerðum EB/713/2009 og EB/714/2009 í þriðja orkupakkanum yrði veitt lagagildi hér á landi?


Skriflegt svar óskast.