Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 525  —  291. mál.
Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um umhverfistölfræði bílaflotans.


     1.      Hver er heildarfjöldi ökutækja í hverjum ökutækjaflokki? Hver er áætluð meðalþyngd ökutækja og heildarfjöldi ekinna kílómetra í hverjum flokki, skipt eftir þyngdartíund? Svar óskast sundurliðað eftir ökutækjaflokkum og eftir tegund aflgjafa innan hvers flokks, þ.e. bensín, dísill, rafmagn, blanda tveggja eða annað.
    Meðfylgjandi er tafla yfir heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki sundurliðuð eftir ökutækjaflokkum og eftir tegund aflgjafa innan hvers flokks, þ.e. bensín, dísill, rafmagn, blanda tveggja eða annað. Meðalþyngd er reiknuð út fyrir hvern flokk. 1

Fjöldi og þyngd ökutækja eftir ökutækjaflokki og orkugjafa í byrjun október 2019.

Fjöldi Meðalþyngd
Beltabifhjól (vélsleði) 6.128 412,2
Bensín 6.085 412,3
Vélarlaus 43 393,3
Dráttarvél ökutæki hannað til að draga, ýta, flytja, knýja o.s.frv. – samkvæmt eldri skráningu 9.760 2.800,7
Bensín 221 288,3
Dísill 9.535 2.860,2
Vélarlaus 4 0,0
Dráttarvél I (T1) – Aksturshraði undir 40 km/klst., eigin þyngd yfir 600kg, sporvídd ≥ 1.150mm 2.289 7.894,8
Bensín 125 1.766,8
Dísill 2.161 8.246,6
Óþekkt 2 6.127,5
Vélarlaus 1 13.500,0
Dráttarvél II (T2) – Aksturshraði undir 40 km/klst., eigin þyngd yfir 600kg, sporvídd < 1.150mm 328 4.382,7
Bensín 109 1.098,6
Dísill 218 6.036,0
Óþekkt 1 1.928,0
Dráttarvél III (T3) – Aksturshraði undir 40 km/klst., eigin þyngd undir 600kg 742 758,3
Bensín 723 729,5
Dísill 19 1.855,3
Dráttarvél IV (T4) – Aksturshraði undir 40 km/klst., eigin þyngd undir 600kg en fellur ekki undir I–III 9 8.887,8
Dísill 9 8.887,8
Dráttarvél V (T5) – Aksturshraði yfir 40 km/klst. 164 11.514,9
Bensín 4 7.259,0
Dísill 159 11.617,8
Vélarlaus 1 12.500,0
Eftirvagn I (O1) 750 kg eða minna 15 1.076,7
Vélarlaus 15 1.076,7
Eftirvagn II (O2) yfir 750 kg að 3.500 kg 8.001 2.373,9
Vélarlaus 8.001 2.373,9
Eftirvagn III (O3) yfir 3500 kg að 10.000 kg 1.061 5.878,9
Óþekkt 1 11.000,0
Vélarlaus 1.060 5.874,1
Eftirvagn IV (O4) þyngri en 10.000 kg 4.240 32.813,4
Vélarlaus 4.240 32.813,4
Fellihýsi – hjólhýsi sem hægt er að leggja saman 3.963 1.153,7
Vélarlaus 3.963 1.153,7
Fólksbifreið (M1) 8 farþegar eða færri 270.276 2.051,4
Bensín 165.145 1.840,5
Bensín/Metan 1.429 1.960,5
Bensín/Raf.tengill 6.993 2.444,6
Bensín/Rafmagn 5.269 1.896,4
Dísill 87.098 2.427,0
Dísill/Metan 2 2.990,0
Dísill/Raf.tengill 542 2.796,6
Dísill/Rafmagn 83 2.541,5
Etanól 1 3.266,0
Metan 162 2.060,5
Metanól/Bensín 1 1.637,0
Óþekkt 7 1.478,7
Rafmagn 3.521 2.013,3
Vetni/Rafmagn 23 2.266,1
Hjólhýsi 6.059 1.546,3
Vélarlaus 6.059 1.546,3
Hópbifreið I (M2) 5.000 kg eða minna 1.398 4.102,4
Bensín 96 3.912,8
Bensín/Metan 4 3.595,0
Dísill 1.298 4.118,0
Hópbifreið I (M2G) – G-merktir ökutækjaflokkar eru fyrir gerðarviðurkennd torfæruökutæki 16 4.887,5
Dísill 16 4.887,5
Hópbifreið II (M3) þyngri en 5.000 kg 1.770 14.402,8
Bensín 6 10.347,0
Dísill 1.743 14.349,3
Metan 3 19.100,0
Óþekkt 3 22.400,0
Rafmagn 15 19.700,0
Létt bifhjól (L1e) 45 km/klst. á tveimur eða þremur hjólum 2.527 225,8
Bensín 2.492 226,1
Bensín/Rafmagn 2 285,0
Rafmagn 33 197,9
Létt bifhjól (L2e) 45 km/klst. á tveimur eða þremur hjólum 30 446,9
Annað 1 248,0
Bensín 2 377,5
Rafmagn 27 459,4
Sendibifreið (N1) – 3500 kg eða léttari 28.732 2.673,0
Bensín 6.321 2.249,6
Bensín/Metan 50 3.174,6
Bensín/Raf.tengill 8 2.000,0
Bensín/Rafmagn 8 1.565,0
Dísill 21.974 2.801,0
Metan 212 2.337,1
Óþekkt 2 2.993,5
Rafmagn 157 2.189,8
Tjaldvagn 8.855 610,4
Óþekkt 4 475,0
Vélarlaus 8.851 610,4
Torfæruhjól I á tveimur hjólum 4.359 237,1
Bensín 4.348 236,8
Dísill 2 526,0
Rafmagn 3 217,0
Vélarlaus 6 382,7
Torfæruhjól II á þremur hjólum 18 285,2
Bensín 18 285,2
Torfæruhjól III á fjórum hjólum 70 200,7
Bensín 70 200,7
Torfæruhjól IV á fjórum hjólum – 400 kg eða léttara eða 550 kg eða léttara ef það er til vöruflutninga 2.453 462,8
Bensín 2.433 461,9
Dísill 14 507,1
Óþekkt 3 401,0
Rafmagn 3 993,3
Torfæruhjól V á sex hjólum – 400 kg eða léttara eða 550 kg eða léttara ef það er til vöruflutninga 724 900,7
Bensín 723 901,0
Vélarlaus 1 655,0
Vörubifreið I (N2) – heildarþyngd 12.000 kg eða minna 5.863 6.042,7
Bensín 638 4.317,6
Dísill 5.223 6.253,3
Óþekkt 2 5.395,5
Vörubifreið II (N3) – heildarþyngd meiri en 12.000 kg 6.912 25.986,9
Bensín 13 12.192,1
Dísill 6.871 26.026,7
Dísill/Metan 1 20.000,0
Metan 27 22.207,4
Þungt bifhjól (L3e) á tveimur hjólum án hliðarvagns 8.705 399,8
Bensín 8.692 399,8
Dísill 1 420,0
Óþekkt 1 476,0
Rafmagn 11 342,0
Þungt bifhjól (L4e) á tveimur hjólum með hliðarvagni 28 481,4
Bensín 28 481,4
Þungt bifhjól (L5e) á þremur samhverfum hjólum 31 679,6
Bensín 22 501,7
Rafmagn 9 1.114,4
Þungt bifhjól (L6e) á fjórum hjólum – ekki yfir 350 kg án farms 132 493,9
Bensín 127 481,9
Rafmagn 5 800,0
Þungt bifhjól (L7e) á fjórum eða sex hjólum – ekki yfir 400 kg án farms, ekki yfir 550 kg ef rafknúið og til vöruflutninga 1.373 599,0
Bensín 2.180 606,7
Dísill 1 654,0
Rafmagn 25 1.526,3
Samtals 387.866 2.891,8

    Gögn um akstur eftir ökutækjaflokkum gefa nokkuð góða vísbendingu um heildarakstur hvers flokks þar sem fjöldi skráninga er mikill. Ekki liggja hins vegar fyrir nægjanlega áreiðanlegar upplýsingar um akstur í hverjum undirflokki, þ.e. eftir orkugjöfum. Það er annars vegar vegna þess með hvaða hætti upplýsingum er skilað til Samgöngustofu og hins vegar vegna þess að töluverður fjöldi ökutækja er ekki skoðaður aftur eftir frumskráningu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Stærstur hluti rafmagns- og tengiltvinnbifreiða hefur verið nýskráður á síðastliðnum fjórum árum og á þetta því sérstaklega við um þann hluta bílaflotans. Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur verið keypt mikið af ökutækjum til ökutækjaleiga. Tölur um akstur þeirra bifreiða koma ekki inn fyrr en fjórum árum eftir nýskráningu. Þar sem um er að ræða bifreiðar sem að jafnaði er ekið töluvert meira en öðrum bifreiðum gæti það haft þau áhrif að í tölunum felist vanmat á heildarakstri að einhverju leyti.

     2.      Hvert er meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks fyrir sig? Hvaða aðferðafræði telur ráðherra sanngjarnast að beita til þess að reikna út kolefnisspor hvers ökutækjaflokks fyrir sig miðað við heildarlíftíma ökutækja og notkun?
    Meðfylgjandi tafla sýnir losun í grömmum CO2-ígildis á hvern ekinn kílómetra fyrir hvern flokk ökutækja. Rétt er að taka fram að losun gróðurhúsalofttegunda er mjög mismunandi. Þær tölur sem hér eru lagðar fram eru meðaltöl.

Áætluð losun byggð á losunarbókhaldi Íslands og aksturstölum frá Samgöngustofu. 2

         Losun á ekinn km.
Fólksbílar – bensín
Heildarakstur 2018 1.904.702.542 km
Losun 2017 408,31 kt CO2 e
214,3691066 g CO2 íg./km
Sendibifreiðar – bensín
Heildarakstur 2018 66.339.477 km
Losun 2017 23,31 kt CO2 e
351,3352279 g CO2 íg./km
Vörubílar og rútur – bensín
Heildarakstur 2018 4.809.238 km
Losun 2017 2,11 kt CO2 e
437,9906787 g CO2 íg./km

Fólksbílar – dísill
Heildarakstur 2018 1.356.294.280 km
Losun 2017 256,70 kt CO2 e
189,2646944 g CO2 íg./km
Sendibifreiðar – dísill
Heildarakstur 2018 305.473.000 km
Losun 2017 71,61 kt CO2 e
234,4227387 g CO2 íg./km
Vörubílar og rútur – dísill
Heildarakstur 2018 367.797.074 km
Losun 2017 203,90 kt CO2 e
554,3713365 g CO2 íg./km

         Samantekt.
Eldsneyti g CO2 íg./km
Fólksbílar Bensín 214,4
Dísill 189,3
Sendibifreiðar Bensín 351,3
Dísill 234,4
Vöru- og hópferðabílar Bensín 438,0
Dísill 554,4

    Samkvæmt 10. tölul. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 119/2018, frá 7. desember 2018, fer umhverfis- og auðlindaráðuneytið með loftslagsvernd. Samkvæmt því er útreikningur á kolefnisspori, ákvörðun aðferða við útreikninginn og túlkun niðurstaðna á sviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

     3.      Hvernig telur ráðherra að þróun orkuskipta væri í bílaflotanum ef ekki væri fyrir stuðning stjórnvalda, t.d. með niðurfellingu vörugjalda á rafbíla? Hvaða áhrif telur ráðherra að stefna stjórnvalda í loftslagsmálum hafi á samsetningu bílaflotans? Hver væri eðlileg þróun á samsetningu ökutækja án aðkomu stjórnvalda og hver er munurinn í kolefnisspori með og án stefnu stjórnvalda?
    Veittar hafa verið ívilnanir við kaup á umhverfisvænum ökutækjum. Reikna má með að umhverfisvæn ökutæki væru færri ef stuðnings stjórnvalda nyti ekki við. Stefna stjórnvalda í loftslagsmálum er m.a. til þess ætluð að auka fjölda umhverfisvænna ökutækja, m.a. með stuðningi við kaup slíkra ökutækja. Erfitt er að geta sér til um hver samsetningin væri án stuðningsins. Meðfylgjandi tafla sýnir þróun vistvænna ökutækja sl. þrjú ár. Að öðru leyti vísast til þess sem sagt er hér að framan um skiptingu verkefna á milli ráðuneyta.
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda ökutækja sem bæði eru á skrá og í umferð miðað við áramót frá 1. janúar 2017 til 31. desember 2018.

Fjöldi ökutækja á skrá og í umferð 2016–2018.

Orkugjafi 31.12.2016 31.12.2017 31.12.2018
Bensín 134.843 135.294 132.291
Bensín og metan 982 1.277 1.415
Bensín og rafmagns tengill 918 2.967 5.733
Bensín og rafmagn 2.326 3.466 4.479
Dísill 59.528 68.594 74.959
Dísill og metan 2 2 2
Dísill og rafmagns tengill 85 208 431
Dísill og rafmagn 10 21 54
Etanól 1 1 1
Metan 114 130 115
Metanól og bensín 1 1 1
Óþekkt 3 3 3
Rafmagn 1.052 1.891 2.748
Vetni og rafmagn 0 0 16
Samtals 199.865 213.855 222.248
Hlutfall vistvænna ökutækja 2,7% 4,7% 6,7%

    Bifreiðum á skrá og í notkun fjölgar nokkuð. Eins og sjá má fækkar bensínbílum en dísilbílum fjölgar. Þá fjölgar bílum sem knúnir eru öðru eldsneyti en bensíni og dísilolíu. Samkvæmt markmiði um orkuskipti í samgönguáætlun er stefnt að því að 10% bifreiða verði knúnar vistvænum orkugjöfum árið 2020.
1    Skýring við hvern flokk ökutækja þarf að skoðast með 1. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja sem gildir sé um misræmi að ræða.
2    Aksturstölur koma frá Samgöngustofu: www.samgongustofa.is/umferd/tolfraedi/onnur-tolfraedi/
    Losunartölur koma úr Losunarbókhaldi Íslands:
www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Loftslagsbreytingar/NIR%202019%20Iceland%2015%20April%20final_submitted%20to%20UNFCCC.pdf
    Losunartölur fyrir 2018 eru ekki tilbúnar en bráðabirgðaútreikningar sýna litlar breytingar milli ára, því eru losunartölur fyrir 2017 notaðar hér.