Ferill 398. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 535 — 398. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um fangelsismál og afplánun dóma.
Frá Ómari Ásbirni Óskarssyni.
1. Hver hefur verið meðalbiðtími eftir afplánun dóma síðastliðin 10 ár og hver var lengsti biðtíminn á sama árabili?
2. Hversu mörgum dómum hefur verið fullnægt með samfélagsþjónustu frá því heimild fyrir slíkri afplánun var leidd í lög og hvert er hlutfall þeirra af heildarfjölda dóma á sama tímabili?
3. Hvaða aðilar teljast bærir til að taka ákvörðun um samfélagsþjónustu og hverjir koma að ákvörðunarferlinu?
4. Í hversu mörgum tilfellum hefur heimild til vistunar á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun verið nýtt án þess að dómþoli hafi verið metinn ósakhæfur?
5. Hversu hátt hlutfall fanga fær meðferðaráætlun samkvæmt lögum um fullnustu refsinga og hvaða mælikvörðum er beitt við töku ákvörðunar um það?
6. Hversu margir bíða nú eftir afplánun dóms?
7. Hvernig hyggst ráðherra bregðast við þeim vanda og mannréttindabrotum sem felast í löngum biðlistum eftir afplánun dóma?
Skriflegt svar óskast.