Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 544 — 2. mál.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020.
Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BN, BHar, ÓGunn, SilG).
1. Í stað „930 kr.“ í 19. gr. komi: 975 kr.
2. Á undan 22. gr. komi ný grein er orðist svo:
Í stað „0,65%“ í 5. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: 1,1%.
3. Á undan 34. gr. komi ný grein er orðist svo:
Orðin „og gildistaka“ í fyrirsögn á undan 12. gr. laganna falla brott.
4. Við 34. gr.
a. Inngangsmálsgrein orðist svo:
Á eftir 12. gr. laganna kemur nýr kafli með fjórum nýjum greinum og fyrirsögnum á undan greinunum:
b. Í stað „16. gr.“ í 1. mgr. b-liðar komi: 13. gr.
c. Fyrirsögn í c-lið orðist svo: Álagning og innheimta.
d. E–h-liður falli brott.
5. Við 35. gr.
a. Í stað „12. og 16. gr.“ komi: 13. gr.
b. Orðin „og vegna urðunar almenns og óvirks úrgangs“ falli brott.
6. Á eftir 35. gr., er verði 37. gr., komi tveir nýir kaflar, XIX. KAFLI, Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 38. gr., og XX. KAFLI, Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, með síðari breytingum, með tveimur nýjum greinum, 39. og 40. gr., svohljóðandi:
a. (38. gr.)
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
a. Í stað „4.200 kr.“ í 5. tölul. kemur: 5.500 kr.
b. Í stað „7.800 kr.“ í 6. tölul. kemur: 11.000 kr.
c. Á eftir orðinu „Fyrir“ í 33. tölul. kemur: afgreiðslu umsóknar um.
d. Á eftir orðinu „Fyrir“ í 34. tölul. kemur: afgreiðslu umsóknar um.
e. Í stað orðanna „dvalar- og atvinnuleyfi, flýtimeðferð“ í 35. tölul. kemur: flýtiafgreiðslu umsóknar um dvalar- og atvinnuleyfi.
f. 37. tölul. orðast svo: Fyrir endurútgáfu dvalarskírteinis fyrir aðstandendur EES-borgara sem ekki eru EES- eða EFTA-borgarar 4.500 kr.
b. (39. gr.)
Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
a. Í stað orðanna „í heild“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og ríkisaðila í A-hluta.
b. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Fjársýsla ríkisins setur nánari reglur um reikningsskil einstakra ríkisaðila í A-hluta.
c. 2. mgr. fellur brott.
c. (40. gr.)
Í stað orðanna „uppfylla kröfur laga um ársreikninga, nr. 3/2006, sbr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. laganna kemur: gerður í samræmi við ákvæði.
7. Í stað 1. og 2. mgr. 36. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.