Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 546  —  400. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um endurskoðun á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Er fyrirhuguð heildarendurskoðun á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80 frá árinu 1938?
     2.      Ef ekki, hyggst ráðherra beita sér fyrir endurskoðun einstakra þátta laganna, t.d. mikilvægra þátta þar sem ágreiningur hefur risið um réttindi almennra starfsmanna og þeirra sem taldir hafa verið í sérstakri réttarstöðu á vinnustað?
     3.      Telur ráðherra að réttindi fólks á vinnumarkaði séu nægilega tryggð gagnvart atvinnurekanda þegar kemur að heimildum til uppsagnar?
     4.      Telur ráðherra að lögin eigi að vera skýr um að vinnuveitanda beri að greina málefnalega, efnislega og ítarlega frá ástæðum uppsagnar?