Ferill 401. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 547  —  401. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um umhverfisskatta, umhverfisgjöld og skattalegar ívilnanir.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvaða umhverfisskattar (grænir skattar) og umhverfisgjöld hafa verið lögfest hér á landi frá árinu 2005? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum.
     2.      Hver er gjaldstofn hvers skatts fyrir sig? Hvernig hefur reikniregla álagningar þróast frá árinu 2005 til ársins 2020? Óskað er eftir sundurliðun eftir tegund skatts.
     3.      Hverjar eru heildartekjur ríkissjóðs af umhverfissköttum og umhverfisgjöldum? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum frá 2005 til 2020 og eftir tegund skatta og gjalda?
     4.      Hvernig hefur hlutfall umhverfisskatta af heildarskatttekjum ríkissjóðs þróast frá árinu 2005?
     5.      Hvaða skattar og gjöld hafa verið lækkuð á móti innleiðingu eða hækkunum umhverfisskatta og umhverfisgjalda?
     6.      Er jafnræðis gætt við álagningu umhverfisskatta milli atvinnugreina?
     7.      Hefur ríkissjóður látið meta árangur af álagningu umhverfisskatta og umhverfisgjalda? Ef slíkt mat liggur fyrir er óskað eftir að gerð verði grein fyrir niðurstöðum þess.
     8.      Hvaða skattalegar ívilnanir eru í gildi til að stuðla að orkuskiptum eða til að ýta undir umhverfisvæna hegðun?


Skriflegt svar óskast.