Ferill 402. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 555  —  402. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um barnaverndarnefndir og umgengni.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Telur ráðherra að barnaverndarnefndum sé óheimilt að ráða foreldri frá því að senda barn til foreldris sem er til rannsóknar vegna kynferðisbrota?
     2.      Telur ráðherra að barnaverndarnefndum og Barnaverndarstofu beri ávallt að beita sér fyrir því að umgengnissamningum og úrskurðum sýslumanns um umgengni sé fylgt, óháð því hvort meint kynferðisbrot séu til rannsóknar?


Skriflegt svar óskast.