Ferill 405. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 558  —  405. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um endurgreiðslur vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyri.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hverjar voru mánaðarlegar greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum til þeirra sem fengu endurgreiðslu frá ríkissjóði, á grundvelli dóms Landsréttar í máli nr. 466/2018, á því tímabili sem ellilífeyrir þeirra var skertur með ólögmætum hætti? Óskað er eftir upplýsingum um meðaltekjur hópsins, miðgildi tekna og hve margir voru með tekjur á bilinu 0–100.000 kr. á mánuði, 100.000–200.000 kr. á mánuði o.s.frv.
     2.      Hvernig skiptast endurgreiðslur ríkissjóðs vegna dóms Landsréttar eftir tekjuhópum eins og þeir eru tilgreindir í 1. tölul.?


Skriflegt svar óskast.