Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 575  —  420. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um fornminjaskráningu á landi.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Í hve miklum mæli hefur tekist að skrá fornminjar á landi hérlendis?
     2.      Hver er áætlaður kostnaður við að ljúka skráningunni?
     3.      Hverjar eru horfur á að hægt verði að auka verulega við fornminjaskráningar á landi, á næstu 2–5 árum?
     4.      Telur ráðherra þörf á að fullgilda Valletta-samninginn frá 1992 um vernd fornleifaarfsins og enn fremur Faro-samninginn um gildi menningararfsins fyrir samfélagið frá 2005?


Skriflegt svar óskast.