Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 584  —  427. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um kafbátaleit.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hafa flugvélar haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinna fimm ára?
     2.      Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift um hafflötinn í slíkum ferðum?
     3.      Hver er tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi varir hljóðið?
     4.      Hefur verið kannað hvaða áhrif kafbátaleit með flugvélum kann að hafa á lífríki sjávar og þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið?


Skriflegt svar óskast.