Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 615  —  442. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


    Hver hefur kostnaður heilbrigðisráðuneytisins verið við skiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti og hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa í heilbrigðisráðuneytið vegna þessara breytinga í fullt starf, hlutastarf og verkefnatengt starf? Óskað er eftir að allur kostnaður við skiptinguna verði tilgreindur, hvort tveggja við starfsstöðvar og starfsfólk?


Skriflegt svar óskast.