Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 618  —  444. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um heimild forstöðumanna ríkisstofnana til að hækka eftirlaun starfsmanna.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Leiðir breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri var nýlega í fréttum sagður hafa samið um við tiltekna aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, til hækkunar lífeyris hlutaðeigandi starfsmanna?
     2.      Til hversu margra starfsmanna tóku fyrrgreindir samningar ríkislögreglustjóra?
     3.      Hver var meðaltalshækkun fastra mánaðarlauna umræddra starfsmanna í krónum talið og hlutfallslega?
     4.      Ef fyrrgreind breyting á samsetningu launa leiðir samkvæmt gildandi reglum til þess að mánaðarlegur lífeyrir umræddra starfsmanna verði við starfslok hærri en ella:
                  a.      hver verður hlutfallsleg hækkun lífeyris umræddra starfsmanna af fyrrgreindum ástæðum,
                  b.      hafa fyrrgreindir samningar áhrif á lífeyrisgreiðslur annarra en þeirra sem þeir taka til vegna svonefndrar eftirmannsreglu,
                  c.      hver eru kostnaðaráhrif fyrrgreindra samninga í krónum talið miðað við gildandi reglur og viðmið lífeyrissjóðsins fyrir tryggingafræðilegum úttektum og leiðir sá kostnaðarauki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra eða er hann færður sem almennur aukinn halli á skuldbindingum B-deildar?
     5.      Hversu margir forstöðumenn ríkisstofnana hafa heimild til að auka skuldbindingar ríkissjóðs með hliðstæðum hætti og ríkislögreglustjóri, þ.e. með breytingum á samsetningu heildarlauna starfsmanna viðkomandi stofnana?
     6.      Telur ráðherra að forstöðumenn ríkisstofnana eigi frjálst mat um það hverjir af starfsmönnum ríkisins fá notið aukinna lífeyrisréttinda, sbr. fyrrgreinda samninga ríkislögreglustjóra?


Skriflegt svar óskast.