Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 619  —  445. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kaup á Microsoft-hugbúnaði.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni og Smára McCarthy.


     1.      Hvernig var staðið að undirbúningi samnings fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Microsoft á Íslandi árið 2018 um kaup á hugbúnaði fyrir stofnanir ríkisins?
     2.      Var leitað til samkeppnisaðila í þessu sambandi?
     3.      Hver annaðist samningagerð og hver sinnir umsýslu hugbúnaðarleyfanna hjá Stjórnarráðinu?
     4.      Var lagt mat á hagnýtingu opins hugbúnaðar að einhverju eða öllu leyti?
     5.      Hver er heildarkostnaðar við samninginn?
     6.      Var gert ráð fyrir auknum kostnaði einstakra stofnana vegna samningsins í fjárveitingum til þeirra fyrir árið 2019?
     7.      Telur ráðherra viðunandi að opinberir aðilar verði svo háðir einstökum hugbúnaðarframleiðendum sem raunin er með þessum samningi? Gæti notkun frjáls hugbúnaðar hamlað gegn því?
     8.      Er tryggt að með framkvæmd þessa samnings verði viðkvæmar persónuupplýsingar og gögn sem varða þjóðaröryggi varðveitt á Íslandi, en ekki flutt til ótryggra aðila í þriðja ríki?


Skriflegt svar óskast.