Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 620  —  245. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á tollalögum og fleiri lögum (fyrirkomulag tollafgreiðslu og tollgæslu).

(Eftir 2. umræðu, 3. desember.)


I. KAFLI

Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      4. tölul. orðast svo: Embætti ríkisskattstjóra: Sú stofnun sem fer með stjórn tollamála samkvæmt lögum þessum og er auk þess falið að framfylgja öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem varða innflutning, umflutning og útflutning á vörum.
     b.      13. tölul. orðast svo: Ríkisskattstjóri: Sá embættismaður sem ber faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embættis ríkisskattstjóra.
     c.      19. tölul. orðast svo: Tollgæsla Íslands: Sérstök eining við embætti ríkisskattstjóra sem sinnir tollgæslu. Meginhlutverk Tollgæslu Íslands er að sinna eftirliti til að tryggja framkvæmd samkvæmt lögum þessum, stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim og öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem ríkisskattstjóra ber að framfylgja. Um tollgæsluvald fer eftir ákvæðum XXI. kafla.
     d.      23. tölul. orðast svo: Tollgæslustjóri: Sá embættismaður sem fer með daglega stjórn og rekstur Tollgæslu Íslands í umboði ríkisskattstjóra og önnur verkefni sem ríkisskattstjóri felur honum.

2. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri hefur“ í 18. tölul. 1. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: tollyfirvöld hafa.

3. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 31. og 32. tölul. 1. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, nema í 46. gr. og 147. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

4. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri getur“ í 1. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: Tollyfirvöld geta.

5. gr.

    Í stað orðanna „getur hann“ í 2. málsl. 3. mgr. 21. gr. laganna kemur: geta þau.

6. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 1. málsl. 4. mgr. 21. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: Tollyfirvöld skulu.

7. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóri“ í 3. málsl. 4. mgr. 21. gr., 5. tölul. 2. mgr. 24. gr., 1. málsl. 1. mgr. 36. gr., fyrirsögn 40. gr., 3. mgr. 45. gr., 1. málsl. 1. mgr. 70. gr., 2. málsl. 7. tölul. 1. mgr. 91. gr., 1. málsl. 1. mgr. 109. gr., 1. málsl. 3. mgr. 110. gr., 1. málsl. 2. mgr. 117. gr., 2. málsl. 1. mgr. 120. gr., 3. mgr. 128. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 183. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

8. gr.

    Í stað orðanna „skal hann“ í 3. málsl. 4. mgr. 21. gr., 1. mgr. 110. gr., 1. málsl. 115. gr., 1. málsl. 2. mgr. 117. gr., 2. málsl. 3. mgr. 132. gr., 2. málsl. 1. mgr. 183. gr. og 2. mgr. 184. gr. laganna kemur: skulu þau.

9. gr.

    Í stað orðanna „skal tollstjóri“ í 4. málsl. 4. mgr. 21. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: skulu tollyfirvöld.

10. gr.

    Í stað orðanna „getur tollstjóri“ í 2. mgr. 23. gr., 2. málsl. 1. mgr. 36. gr., 1. málsl. 1. mgr. 53. gr., 2. málsl. 62. gr., 2. málsl. 1. mgr. 70. gr., 1. mgr. 88. gr., 1. málsl. 1. mgr. 91. gr., 1. mgr. 96. gr., 1. mgr. 101. gr., 1. málsl. 2. mgr. 104. gr., 1. mgr. 105. gr., 1. mgr. 108. gr. a, 1. mgr. 152. gr., 3. mgr. 164. gr. og 3. málsl. 2. mgr. 185. gr. laganna kemur: geta tollyfirvöld.

11. gr.

    Í stað orðsins „honum“ í 2. mgr. 23. gr., 15. tölul. 40. gr., 1. málsl. 67. gr., 3. málsl. 1. mgr. 79. gr., 4. málsl. 7. tölul. 1. mgr. 91. gr., 3. málsl. 1. mgr. 109. gr. og 3. mgr. 128. gr. laganna kemur: þeim.

12. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri ákveður“ í 6. mgr. 23. gr. laganna og sömu orða hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: Tollyfirvöld ákveða.

13. gr.

    Í stað orðanna „hann fer“ í 1. málsl. 3. mgr. 30. gr. laganna kemur: þau fara.

14. gr.

    Í stað orðanna „má“ og „tollstjóri tiltekur“ í 1. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: mega; og: tollyfirvöld tiltaka.

15. gr.

    Í stað orðanna „má tollstjóri“ í 3. málsl. 1. mgr. 36. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna kemur: mega tollyfirvöld.

16. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri fer“ í 2. málsl. 1. mgr. 38. gr. laganna og „tollstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri og tollyfirvöld fara; og: tollyfirvöld.

17. gr.

    Í stað orðanna „Hann skal“ í 2. málsl. 5. tölul. og orðsins „hans“ í 6. tölul. 40. gr. laganna kemur: Þau skulu; og: tollyfirvalda.

18. gr.

    Í stað orðsins „tollgæslunnar“ í fyrirsögn 41. gr. laganna kemur: tollyfirvalda.

19. gr.

    Í stað orðsins „hans“ í 1. málsl. og orðanna „Hann getur“ og „tollgæslu“ í 2. málsl. 42. gr. laganna kemur: tollyfirvalda; Þau geta; og: tollyfirvöld.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Ráðherra skipar tollstjóra“ í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skipar tollgæslustjóra.
     b.      1. og 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ríkisskattstjóri skipar tollverði til fimm ára í senn til starfa hjá Tollgæslu Íslands. Ríkisskattstjóri ræður auk þess aðra starfsmenn til starfa við tollframkvæmd hjá embættinu.
     c.      Í stað orðanna „Tollstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. og „tollstjóra“ í 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: Ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóra.

21. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri veitir“ í 1. mgr. 48. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 145. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld veita.

22. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri setur“ í 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. og 1. málsl. 100. gr. laganna kemur: tollyfirvöld setja.

23. gr.

    Í stað orðsins „getur“ í 1. málsl. 54. gr. laganna kemur: geta.

24. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri telur“ í 2. mgr. 64. gr., tvívegis í 1. mgr. 110. gr., 3. tölul. 1. mgr. 132. gr. og 2. málsl. 7. tölul. 1. mgr. 195. gr. laganna kemur: tollyfirvöld telja.

25. gr.

    Í stað orðanna „hann telur“ í 3. málsl. 3. mgr. 69. gr., 2. tölul. 1. mgr. 94. gr., 2. mgr. 114. gr. og 2. mgr. 184. gr. laganna kemur: þau telja.

26. gr.

    Í stað orðanna „hans“ í 2. mgr. 72. gr. laganna og „tollstjóri tiltekur getur tollstjóri“ í 4. mgr. sömu greinar kemur: þeirra; og: tollyfirvöld tiltaka geta tollyfirvöld.

27. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri sker“ í 3. mgr. 95. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld skera.

28. gr.

    Í stað orðanna „leggur hann“ í 1. málsl. 3. mgr. 110. gr. laganna kemur: leggja þau.

29. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri kveður“ í 4. mgr. 116. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld kveða.

30. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri tiltekur“ í 3. málsl. 1. mgr. 120. gr. laganna kemur: tollyfirvöld tiltaka.

31. gr.

    Í stað orðanna „Hann skal“ í 2. málsl. 2. mgr. 132. gr. laganna og „hann hefur“ í 1. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: Þau skulu; og: þau hafa.

32. gr.

    Í stað orðanna „veitir tollstjóri“ í 2. málsl. 2. mgr. 145. gr. b laganna kemur: veita tollyfirvöld.

33. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri ber“ í 146. gr. laganna kemur: tollyfirvöld bera.

34. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri“ í 1. mgr. 147. gr. laganna og „tollstjóra“ í 2. mgr. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri, tollgæslustjóri og; og: ríkisskattstjóra.

35. gr.

    Í stað orðsins „setur“ í 2. mgr. 164. gr. laganna kemur: setja.

36. gr.

    Í stað orðsins „hans“ í 1. og 2. málsl. 5. mgr. 185. gr. laganna kemur: þeirra.

II. KAFLI

Breyting á lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, nr. 84/2018.

37. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: tollyfirvalda.

III. KAFLI

Breyting á lögum um bráðabirgðaútflutningsskýrslur, nr. 53/1935, með síðari breytingum.

38. gr.

    Í stað orðanna „skal tollstjóri“ í 8. mgr. 3. gr. laganna kemur: skulu tollyfirvöld.

IV. KAFLI

Breyting á efnalögum, nr. 61/2013, með síðari breytingum.

39. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 15. tölul. 5. gr., í fyrirsögn og 1. málsl. 8. gr. og 18. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

40. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 2. mgr. 20. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld skulu; og í stað orðsins „tollstjóri“ í 2. málsl. 53. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

V. KAFLI

Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

41. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri eða ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

42. gr.

    Í stað orðanna „getur tollstjóri“ í 5. mgr. 5. gr. a laganna og „tollstjóri“ í sömu málsgrein kemur: geta tollyfirvöld; og: tollyfirvöld.

43. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: tollyfirvalda.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.

44. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóri“ í 3. tölul. 3. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

VII. KAFLI

Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum.

45. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri“ í 4. mgr. 9. gr. laganna og „hans“ í sömu málsgrein kemur: Tollyfirvöld; og: þeirra.

46. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ þrívegis í 3. mgr. 22. gr., 1. málsl. 26. gr. og 1. mgr. 42. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um matvæli, nr. 93/1995, með síðari breytingum.

47. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 3. málsl. 27. gr. d laganna kemur: tollyfirvalda.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

48. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

X. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

49. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

XI. KAFLI

Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.

50. gr.

    Í stað orðsins „Tollstjóri“ í 1. málsl. 2. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld.

51. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld skulu.

52. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóra“ og „hans“ í 1. málsl. 7. mgr. 17. gr. laganna kemur: tollyfirvalda; og: þeirra.

XII. KAFLI

Breyting á lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum.

53. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóri“ í b-lið 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

XIII. KAFLI

Breyting á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, með síðari breytingum.

54. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 3. mgr. 1. gr., 3. tölul. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. og 2. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

55. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 6. gr., 2. og 5. málsl. 4. mgr. 7. gr. og 5. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld skulu.

56. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri ákveður“ í 1. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: tollyfirvöld ákveða.

57. gr.

    Í stað orðanna „skal tollstjóri“ í 6. málsl. 4. mgr. 7. gr. og 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: skulu tollyfirvöld.

XIV. KAFLI

Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum.

58. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjórinn í Reykjavík“ í 8. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: Tollgæslustjóri.

59. gr.

    Á eftir orðinu „lögreglumanna“ í 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: tollgæslustjóra.

XV. KAFLI

Breyting á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004, með síðari breytingum.

60. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri setur“ í 1. málsl. og orðanna „Tollstjóri“ og „setur“ í 2. málsl. 9. mgr. 4. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld setja; Tollyfirvöld; og: setja.

61. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Tollstjóri setur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Tollyfirvöld setja.
     b.      Í stað orðanna „Tollstjóri hefur“ og „tollstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Tollyfirvöld hafa; og: tollyfirvalda.
     c.      Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 2. mgr. kemur: Tollyfirvöld skulu.

62. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri setur“ og „tollstjóri“ í 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld setja; og: tollyfirvöld.

XVI. KAFLI

Breyting á lögum um timbur og timburvöru, nr. 95/2016.

63. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í d-lið 2. mgr. 5. gr. og í 7. gr. laganna og fyrirsögn hennar kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

XVII. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009, með síðari breytingum.

64. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri“ og „hefur“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld; og: hafa.

XVIII. KAFLI

Breyting á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.

65. gr.

    Í stað orðanna „tollstjórinn í Reykjavík ákveður“ í 2. málsl. 3. mgr. 7. gr. a laganna kemur: tollyfirvöld ákveða.

66. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 2. og 6. málsl. 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: tollyfirvöldum.

67. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri skal“ í 1. málsl. 10. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld skulu.

68. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Orðin „tollstjóra eða til“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „Tollstjóri eða ríkisskattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
     c.      2. mgr. fellur brott.
     d.      Á eftir orðinu „ákvæðum“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 118. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og.

XIX. KAFLI

Breyting á lögum um verslunarskýrslur, nr. 12/1922, með síðari breytingum.

69. gr.

    Í stað orðanna „tollstjórum“ í 1. mgr. 1. gr. laganna og „tollstjóri“ í 3. mgr. sömu greinar kemur: tollyfirvöldum; og: tollyfirvöld.

70. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 1. málsl. 2. gr., tvívegis í 1. málsl. 1. mgr., tvívegis í 1. málsl. 2. mgr. og í 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

71. gr.

    Í stað orðsins „hans“ í 1. málsl. 2. gr., tvívegis í 1. málsl. 1. mgr., tvívegis í 1. málsl. og í 2. málsl. 2. mgr., og í 1. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: þeirra.

72. gr.

    Í stað orðanna „Skal tollstjóri“ í 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Skulu tollyfirvöld.

73. gr.

    Í stað orðanna „getur tollstjóri“ í 2. málsl. 5. gr. laganna kemur: geta tollyfirvöld.

XX. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

74. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 3. mgr. 36. gr. laganna kemur: tollyfirvalda.

75. gr.

    Í stað orðsins „Tollstjóra“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögunum kemur: Tollyfirvöldum.

XXI. KAFLI

Breyting á lögum um vitamál, nr. 132/1999, með síðari breytingum.

76. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri annast innheimtu vitagjalds vegna íslenskra og erlendra skipa.

XXII. KAFLI

Breyting á vopnalögum, nr. 16/1998, með síðari breytingum.

77. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri getur“ í 3. mgr. 27. gr. c laganna kemur: tollyfirvöld geta.

XXIII. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.

78. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri getur“ í 2. málsl. 4. mgr. 5. gr. og 10. gr. laganna kemur: Tollyfirvöld geta.

79. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri metur“ í 3. málsl. 4. mgr. og „skal tollstjóri“ í 1. málsl. 7. mgr. 5. gr. laganna kemur: tollyfirvöld meta; og: skulu tollyfirvöld.

80. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 1. mgr. 6. gr., 2. málsl. 2. mgr. 11. gr., 2. mgr. 18. gr., 1. mgr., 1. málsl. 3. mgr., 1. og 2. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XIII í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: tollyfirvöld.

81. gr.

    Í stað orðsins „Tollstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: Tollyfirvöldum.

82. gr.

    Í stað orðanna „skal tollstjóri“ í 2. málsl. 20. gr. og 2. mgr. 21. gr. laganna kemur: skulu tollyfirvöld.

83. gr.

    Í stað orðanna „Tollstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. 25. gr. laganna og „hefur“ í sama málslið kemur: Tollyfirvöld; og: hafa.

84. gr.

    Í stað orðanna „tollstjóri útbýr“ í 1. málsl. 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XIII í lögunum kemur: tollyfirvöld útbúa.

XXIV. KAFLI

Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, með síðari breytingum.

85. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóra“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: tollyfirvalda.

XXV. KAFLI

Breyting á lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi, nr. 75/2019.

86. gr.

    Í stað orðsins „tollstjóri“ í 2. málsl. 11. tölul. 2. gr. laganna kemur: tollyfirvöld.

XXVI. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

87. gr.

    Í stað lokamálsliðar 85. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Ríkisskattstjóri stýrir stofnun sem nefnist Skatturinn sem annast þau verkefni sem honum er falið að sinna lögum samkvæmt.

88. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
    Við gildistöku laga þessara tekur ríkisskattstjóri við óloknum málum tollstjóra. Jafnframt færist búnaður og ráðstöfunarréttur á þeim bankareikningum sem tollstjóri nýtir í tengslum við tollafgreiðslu og tollgæslu yfir til ríkisskattstjóra.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Starfsmenn tollstjóra sem eru í starfi þegar lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda 1. janúar 2020 verða starfsmenn hjá embætti ríkisskattstjóra og Tollgæslu Íslands og fer um rétt starfsmanna til starfa hjá embætti ríkisskattstjóra eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, nr. 72/2002, eins og við á hverju sinni. Ákvæði um auglýsingaskyldu í 7. gr. laga nr. 70/1996 gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
    Við gildistöku laga þessara um sameiningu á embættum tollstjóra og ríkisskattstjóra er embætti tollstjóra lagt niður.