Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 640, 150. löggjafarþing 396. mál: umferðarlög (viðurlög o.fl.).
Lög nr. 136 13. desember 2019.
Þingskjal 640, 150. löggjafarþing 396. mál: umferðarlög (viðurlög o.fl.).
Lög nr. 136 13. desember 2019.
Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (viðurlög o.fl.).
1. gr.
Í stað orðsins „Samgöngustofa“ í 5. mgr. 64. gr. laganna kemur: Útgefandi ökuréttinda.2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 65. gr. laganna:- Í stað orðanna „ökugerða og ökukennara“ í 1. málsl. kemur: og ökugerða.
- Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Útgefandi ökuréttinda getur afturkallað starfsleyfi ökukennara ef skilyrðum fyrir útgáfu leyfis er ekki lengur fullnægt.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 94. gr. laganna:- Í stað orðanna „2. og 3. mgr. 80. gr.“ kemur: 80. gr.
- Í stað orðanna „1. og 2. mgr. 82. gr.“ kemur: 1., 2. og 5. mgr. 82. gr.
- Á eftir orðunum „90. gr.“ kemur: 3. og 4. mgr. 91. gr., 92. gr.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 101. gr. laganna:- Á eftir orðinu „fíkniefna“ í 5. mgr. kemur: og/eða lyfja.
- Orðin „nema ákvæði 4. og 6. mgr. eigi við um síðara brot ökumanns“ í lokamálslið 7. mgr. falla brott.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 4. desember 2019.