Ferill 462. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 674  —  462. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um þjónustu við eldra fólk.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni og Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við fyrirsjáanlegri fjölgun eldra fólks og fyrirsjáanlegri aukinni þjónustuþörf?
     2.      Er til í ráðuneytinu mat á því hver kostnaður er við að notast áfram við sama fyrirkomulag með tilliti til búsetu á hjúkrunarheimili, einkum ef horft er til þeirrar fjölgunar sem mun verða í hópi 85 ára og eldri og lengdum ævilíkum?
     3.      Hvaða mat leggur ráðherra á fyrirkomulag núverandi þjónustu á hjúkrunarheimilum, hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt eldra fólks og einnig hvað varðar þá þjónustu sem er í boði?
     4.      Telur ráðherra að með sameiningu sveitarfélaga í stærri og sterkari einingar skapist forsendur til að flytja þjónustu við eldra fólk í meira mæli til þeirra?