Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 678  —  466. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um málsmeðferð kvartana hjá landlækni.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


    Hversu margar kvartanir eru nú til meðferðar hjá landlæknisembættinu vegna meintra læknamistaka og hvernig skiptist fjöldi þeirra á milli heilbrigðisstofnana þar sem meint læknamistök áttu sér stað? Hver er meðalafgreiðslutími slíkra mála, þ.e. frá því að kvörtun berst og þar til álit embættisins liggur fyrir?


Skriflegt svar óskast.