Ferill 474. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 702  —  474. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um bætur fyrir mistök í heilbrigðisþjónustu.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hversu margir hafa beint kröfu að íslenska ríkinu sl. 5 ár vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu?
     2.      Hversu margir hafa hlotið bætur á sama tímabili:
                  a.      á grundvelli dóms,
                  b.      á grundvelli dómsáttar eða sáttar,
                  c.      vegna ákvörðunar Sjúkratrygginga Íslands eða annarra stjórnvalda?


Skriflegt svar óskast.