Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 709  —  476. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hærri hámarkshraða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Á hvaða vegarköflum hefur komið til álita að ákveða hærri hraðamörk en 90 km á klst., sbr. heimild í 4. mgr. 37. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019?
     2.      Hvaða áhrif hefði slík hækkun á:
                  a.      losun gróðurhúsalofttegunda,
                  b.      svifryksmyndun,
                  c.      tíðni og alvarleika slysa,
                  d.      slit og viðhaldsþörf umferðarmannvirkja,
                  e.      afkastagetu gatnakerfisins,
                  f.      umferðarteppur?
        Svarið óskast reiknað á milljón ekinna kílómetra eftir því sem við á.
     3.      Hvaða áhrif hefði það ef afnumin yrði undanþága til hærri hraðamarka en 50 km á klst. innan þéttbýlis, sbr. 2. mgr. sömu greinar umferðarlaga, á:
                  a.      losun gróðurhúsalofttegunda,
                  b.      svifryksmyndun,
                  c.      tíðni og alvarleika slysa,
                  d.      slit og viðhaldsþörf umferðarmannvirkja,
                  e.      afkastagetu gatnakerfisins,
                  f.      umferðarteppur?
        Svarið óskast reiknað á milljón ekinna kílómetra eftir því sem við á.


Skriflegt svar óskast.