Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 710  —  477. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um birtingu alþjóðasamninga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir samningar við önnur ríki og aðra þjóðréttaraðila, sem Ísland hefur fullgilt að þjóðarétti, bíða þess að vera
                  a.      þýddir á íslensku,
                  b.      birtir í C-deild Stjórnartíðinda?
        Óskað er að fram komi hvaða samninga um ræðir og hvenær fullgilding hvers samnings fór fram.
     2.      Hvað líður að meðaltali langur tími frá því að Ísland hefur fullgilt samning við önnur ríki og aðra þjóðréttaraðila að þjóðarétti þar til hann er birtur í C-deild Stjórnartíðinda?
     3.      Eru samningar við önnur ríki og aðra þjóðréttaraðila birtir á sama tíma í prentaðri og rafrænni útgáfu C-deildar Stjórnartíðinda?


Skriflegt svar óskast.