Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 715  —  479. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um flutnings- og dreifikerfi raforku.

Frá Maríu Hjálmarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að raforkuöryggi utan höfuðborgarsvæðisins sé ásættanlegt og ef ekki, ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að styrkja flutnings- og dreifikerfi raforku?
     2.      Telur ráðherra að breyta þurfi lögum til að hægt sé að hraða uppbyggingu flutnings- og dreifikerfis raforku?


Skriflegt svar óskast.