Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 719  —  223. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, með síðari breytingum (efling neytendaverndar o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, BHar, BN, ÓGunn, JFF, ÓÍ).


     1.      Fyrirsögn í 1. gr. orðist svo: Ófrávíkjanleg ákvæði.
     2.      Fyrirsögn í 2. gr. orðist svo: Lagaskil.
     3.      Á eftir 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
                 Á undan 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Lánssamningar skulu gerðir skriflega og skulu undirritaðir af neytanda. Sé lánssamningur gerður í fjarsölu skal hann undirritaður af neytanda með fullgildri rafrænni undirskrift.
     4.      Við 3. gr., er verði 4. gr., bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað tölunnar „50“ kemur: 35.
     5.      Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í 2. efnismgr. 4. gr., er verði 5. gr., komi: skv. 3. mgr.
     6.      Á eftir 4. gr., er verði 5. gr., komi tvær nýjar greinar, er orðist svo:
                  a.      (6. gr.)
                      Á eftir 29. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 29. gr. a og 29. gr. b, sem orðast svo ásamt fyrirsögnum:
                    a. (29. gr. a.)

Skráningarskylda.

                     Lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum þessum, sem ekki eru jafnframt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki, eru skráningarskyldir hjá Neytendastofu.
                     Neytendastofa setur nánari reglur um framkvæmd og skilyrði skráningar.
                     Neytendastofa skal upplýsa Fjármálaeftirlitið um aðila sem hlotið hafa skráningu hjá Neytendastofu skv. 1. mgr.
                      b. (29. gr. b.)

Synjun skráningar.

                     Neita skal um skráningu skv. 29. gr. a ef stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri skráningarskylds aðila hafa ekki forræði á búi sínu eða hafa á síðustu þremur árum hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrotaskipti o.fl., ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda eða, eftir því sem við á, þeim sérlögum sem gilda um viðkomandi aðila. Þá skal neita um skráningu ef skráningarskyldur aðili uppfyllir ekki kröfur þessara laga.
                     Fella skal skráðan aðila af skrá skv. 29. gr. a ef svo háttar um viðkomandi aðila, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra sem um getur í 1. mgr.

                  b.      (7. gr.)
                    Á eftir 2. mgr. 30. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Neytendastofa getur lagt stjórnvaldssektir á skráningarskyldan aðila skv. 29. gr. a sem stundar starfsemi samkvæmt lögum þessum án skráningar.
     7.      Á undan 1. gr. komi nýtt kaflaheiti sem orðist svo: Breyting á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, með síðari breytingum.
     8.      Á undan 5. gr., er verði 10. gr., komi nýr kafli, Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, með síðari breytingum, með tveimur greinum er orðist svo:
                  a.      (8. gr.)
                      Við a-lið 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: og lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán.
                  b.      (9. gr.)
                      Á eftir orðunum „laga um fjármálafyrirtæki“ í 2. mgr. 35. gr. laganna kemur: og lánveitendur og lánamiðlarar samkvæmt lögum um neytendalán.
     9.      Við 5. gr., er verði 10. gr., bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 3. gr. og 6.–9. gr. gildi 1. mars 2020.
     10.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán og lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.