Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 736  —  320. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetning o.fl.).

Frá meiri hluta velferðarnefndar (HSK, ÓGunn, NTF, LRM, VilÁ).


     1.      Í stað orðsins „Íbúðalánasjóður“ í a-lið 2. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
     2.      Í stað orðsins „sjóðurinn“ í a-lið 2. gr. komi: stofnunin.
     3.      Í stað orðanna „4. og 5. málsl. 3. mgr. þessarar greinar“ í h-lið 3. gr. komi: 3. og 4. málsl. þeirrar málsgreinar.
     4.      G-liður 6. gr. orðist svo: Í stað orðanna „viðbótarframlög skv. 2. mgr.“ í 1. málsl. 8. mgr. kemur: gerð og skilyrði samkomulags skv. 6. mgr. og greiðslna samkvæmt því.
     5.      1. mgr. 12. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
     6.      Við 13. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Eftirfarandi breytingar verða á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum:
                  a.      1. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
                     Árstekjur leigjenda íbúða sem veitt var lán til fyrir 10. júní 2016 og eingöngu eru ætlaðar tilgreindum hópi leigjenda sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum skulu ekki nema hærri fjárhæð en 5.532.000 kr. fyrir hvern einstakling en 7.746.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.383.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Með tekjum er í lögum þessum átt við allar tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.
                  b.      Á eftir 1. mgr. 37. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Samanlögð heildareign leigjenda íbúða skv. 1. mgr. að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72.–75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.971.000 kr.
                     Fjárhæðir skv. 1. og 2. mgr. koma til endurskoðunar ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála og skulu vera í heilum þúsundum króna. Þegar framangreind skilyrði leiða til þess að fjárhæðir skv. 1. og 2. mgr. hækka skal ráðherra breyta þeim með reglugerð.
                  c.      Í stað „4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 6. mgr.
     7.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda o.fl.).