Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 738  —  223. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 719 [Neytendalán].

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (OH, ÞorstV, SMc).


     1.      4. tölul. orðist svo: Við 3. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað tölunnar „50“ kemur: 20.
     2.      6. tölul. orðist svo: Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (5. gr.)
                       Á eftir 29. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 29. gr. a og 29. gr. b, sem orðast svo, ásamt fyrirsögnum:
                  a.     (29. gr. a.)

Starfsleyfi.


                            Starfsemi lánveitenda og lánamiðlara samkvæmt lögum þessum, sem ekki eru jafnframt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu laga um fjármálafyrirtæki, er starfsleyfisskyld.
                            Neytendastofa annast útgáfu starfsleyfa og setur nánari reglur um framkvæmd hennar, þ.m.t. um upplýsingar sem fram skulu koma í starfsleyfisumsókn.
                  b.      (29. gr. b.)

Synjun og afturköllum starfsleyfis.


                            Neytendastofa skal synja umsókn um starfsleyfi skv. 29. gr. a ef stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri skráningarskylds aðila hafa ekki forræði á búi sínu eða hafa á síðustu þremur árum hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrotaskipti o.fl., ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda eða, eftir því sem við á, þeim sérlögum sem gilda um viðkomandi aðila. Þá skal synja um starfsleyfi ef skráningarskyldur aðili uppfyllir ekki kröfur þessara laga.
                            Neytendastofa getur afturkallað starfsleyfi skv. 29. gr. a ef svo háttar um starfsleyfishafa, stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra sem um getur í 1. mgr.
                  b.      (6. gr.)
                       Á eftir 2. mgr. 30. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                       Neytendastofa getur lagt stjórnvaldssektir á aðila skv. 29. gr. a sem stundar starfsemi samkvæmt lögum þessum án starfsleyfis.