Ferill 432. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 742  —  432. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta (vistvæn ökutæki o.fl.).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      B-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
                      Tollyfirvöldum er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt eftir því sem nánar segir:
                      1.      Af rafmagns- eða vetnisbifreið að hámarki 1.560.000 kr.
                      2.      Af tengiltvinnbifreið að hámarki 960.000 kr. til og með 31. desember 2020, að hámarki 600.000 kr. frá 1. janúar til 31. desember 2021 og að hámarki 480.000 kr. frá 1. janúar til 31. desember 2022.
                  b.      C-liður orðist svo: 2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
                  c.      H-liður orðist svo: Í stað ártalsins „2020“ í 6. mgr. kemur: 2023, sbr. þó 2. tölul. 2. mgr.
                  d.      Í stað tölunnar „12.500“ í j-lið komi: 15.000.
                  e.      Í stað orðsins „Tollstjóra“ í 2. mgr. l-liðar komi: Tollyfirvöldum.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „hleðslustöð“ í 1. málsl. 2. mgr. a-liðar komi: fyrir bifreiðar til uppsetningar.
                  b.      Í stað orðanna „skv. 1. og 2. mgr.“ í 2. mgr. a-liðar komi: samkvæmt ákvæði þessu.
                  c.      Við 3. mgr. b-liðar bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Útleiga skráningarskylds ökutækis samkvæmt ákvæði þessu sem fer fram eftir gildistöku þess telst til undanþeginnar veltu án tillits til dagsetningar leigusamnings. Fari útleiga skráningarskylds ökutækis samkvæmt ákvæði þessu fram eftir 31. desember 2023 skal hún teljast til virðisaukaskattsskyldrar veltu samkvæmt lögum þessum án tillits til dagsetningar leigusamnings.
                  d.      Í stað orðsins „hann“ í 1. málsl. 1. mgr. c-liðar komi: það.
                  e.      Í stað tölunnar „100“ í 3. mgr. c-liðar komi: 120.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: A-, c-, e-, g- og k-liður 1. gr. öðlast gildi 1. janúar 2023.
                  b.      Í stað orðanna „I- og j-liður“ í c-lið komi: H–j-liður.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt (vistvæn ökutæki o.fl.).