Ferill 495. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 780  —  495. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um varaafl heilbrigðisstofnana.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða heilbrigðisstofnanir skorti rafmagn vegna áhrifa óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember sl. og hversu lengi? Hverjar þeirra höfðu ekki tryggt varaafl?
     2.      Hvaða starfsstöðvar heilbrigðisstofnana aðrar en spurt er um í 1. lið eru ekki með tryggt varaafl?
     3.      Hver ber ábyrgð á því að heilbrigðisstofnunum sé tryggt varaafl?
     4.      Hvað stendur til að gera til að koma í veg fyrir að heilbrigðisstofnun skorti rafmagn þótt rafmagnslaust verði á svæðinu þar sem hún er?


Skriflegt svar óskast.