Ferill 496. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 781  —  496. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um starfsmannafjölda Rarik.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver hefur þróun starfsmannafjölda verið hjá Rarik frá árinu 2000? Svarið óskast sundurliðað eftir árum, greint niður á starfsstöðvar hvers tíma og hvar starfsfólk hefur verið staðsett utan starfsstöðva.
     2.      Eru áform um að fjölga eða fækka starfsfólki á einstökum starfsstöðvum eða stöðum?
     3.      Hvernig skiptast viðskiptavinir Rarik á milli landshluta?


Skriflegt svar óskast.