Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 783  —  393. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þskj. 778 [Fæðingar- og foreldraorlof].

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Lokamálsliður 4. tölul. falli brott.

Greinargerð.

    Með breytingartillögu þessari er lagt til að felldur verði brott áskilnaður í breytingartillögu meiri hluta velferðarnefndar um skiptingu orlofsins í fjögurra mánaða sjálfstæðan rétt og fjögurra mánaða sameiginlegan rétt leggi ráðherra ekki fram nýtt frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Ótímabært er að kveða á um slíka skiptingu þar sem ekki er verið að lögfesta 12 mánaða fæðingarorlof með varanlegum hætti.