Ferill 339. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 832  —  339. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Guðjóni S. Brjánssyni um öryrkja og námslán.


     1.      Hvað greiða margir öryrkjar af námslánum?
    Umbeðnar upplýsingar eru ekki til í kerfum Lánasjóðs íslenskra námsmanna né öðrum kerfum þar sem öryrkjar eru ekki sérmerktir í kerfum Lánasjóðsins frekar en í öðrum kerfum.

     2.      Hver er heildarupphæð námslána sem öryrkjar skulda LÍN?
    Með vísan til þess sem kemur fram í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar hefur mennta- og menningarmálaráðherra ekki forsendur til að svara spurningunni.

     3.      Hvert er hlutfall vangreiddra afborgana af námslánum meðal öryrkja í samanburði við aðra lánþega?
    Með vísan til þess sem kemur fram í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar eru ekki forsendur til að svara spurningunni.

     4.      Hefur ráðherra hugleitt niðurfellingu námslána sem öryrkjar greiða af?
    Slíkt hefur ekki komið til skoðunar.