Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 837  —  215. mál.
Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn?


    a. Utanlandsferðir ráðherra.

2016 2017 2018 2019
21 (2) 30 (1) 29 (1) 17 (1)

    Ferðir á árinu 2019 voru taldar fram til 30. september. Þess ber að geta að árið 2016 skiptust utanlandsferðir á tvo ráðherra.

     b. Utanlandsferðir yfirstjórnar.
    Yfirstjórn er skilgreind hér sem ráðuneytisstjóri, skrifstofustjórar og aðstoðarmenn ráðherra. Fjöldi starfsmanna sem fóru í umræddar ferðir og teljast til yfirstjórnar á hverjum tíma eru í sviga í eftirfarandi töflu.

2016 2017 2018 2019
118 (15) 117 (12) 121 (14) 100 (16)

    Ferðir á árinu 2019 voru taldar fram til 30. september.

     c. Utanlandsferðir starfsmanna.

2016 2017 2018 2019
308 (81) 377 (79) 483 (101) 331 (90)

    Ferðir á árinu 2019 voru taldar fram til 30. september. Fjöldi starfsmanna sem fóru í umræddar ferðir og teljast almennir starfsmenn á hverjum tíma eru í sviga í töflunni hér á undan.

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Ferðirnar voru ekki kolefnisjafnaðar af ráðuneytinu, en starfsmenn kunna að hafa kolefnisjafnað ferðir sínar að eigin frumkvæði.
     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
    Já, fjarfundabúnaður er til í ráðuneytinu og flestum sendiskrifstofum.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
    Í ráðuneytinu eru fjarfundir haldnir oft og iðulega en ekki er haldið utan um fjölda þeirra með skipulögðum hætti. Það liggja því ekki fyrir upplýsingar um fjölda þeirra.

    Alls fóru fimmtán tímar í að taka þetta svar saman.