Ferill 472. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 849  —  472. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Halldóru Mogensen um vinnu Tryggingastofnunar ríkisins við leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar munu fá eða hafa fengið endurskoðun og leiðréttingu búsetuhlutfalls í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016?
    Endurskoðun á búsetuhlutfall nær til allra greiðsluþega sem fengu afgreiddan örorkulífeyri frá 1. júní 2014. Í janúar 2019 voru þetta 1.343 einstaklingar.

     2.      Hversu margir þeirra hafa þegar fengið leiðréttingu búsetuhlutfalls og hversu margir eru enn að bíða eftir niðurstöðu Tryggingastofnunar?
     3.      Fyrir hversu marga hefur Tryggingastofnun ekki hafið vinnu við leiðréttingu búsetuhlutfalls?

    Í aðgerðaáætlun sem Tryggingastofnun gerði í 19. febrúar 2019 í tengslum við úrvinnslu mála skipti stofnunin í fjóra hópa þeim einstaklingum sem höfðu lækkað búsetuhlutfall vegna búsetu í öðru EES-ríki fyrir töku lífeyris. Um var að ræða eftirfarandi hópa:
     A.      Greiðsluþegar sem höfðu sótt um lífeyri frá öðru EES-ríki og fengið synjun þaðan.
     B.      Greiðsluþegar sem höfðu sótt um lífeyri frá öðru EES-ríki.
     C.      Greiðsluþegar sem höfðu sótt um og fengið samþykkta greiðslu frá öðru EES-ríki.
     D.      Greiðsluþegar búsettir erlendis.
    Eftirfarandi tafla sýnir stöðu mála í desember 2019:

Afgreiðslu lokið 342
Vinnsla hafin
– Upplýsingabréf send
– Fyrirspurnir til annarra landa 199
Bréf um að senda þurfi umsókn 235
– Þar af umsóknir í ferli 86
Vinnsla ekki hafin 491
Dánarbú – vinnsla ekki hafin 76

    Samkvæmt þessu var leiðréttingu búsetuhlutfalls lokið hjá 342 einstaklingum í desember 2019 en 1.001 máli ólokið. Af þeim málum sem var ólokið hefur stofnunin hafið vinnu við leiðréttingu búsetuhlutfalls í 434 tilfellum en vinnsla er ekki hafin í 567 málum, þar af 76 dánarbúum.

     4.      Hefur leiðrétting Tryggingastofnunar náð til þeirra sem fengu greiddan örorkulífeyri í samræmi við útreikningsreglu fyrir búsetuhlutfall sem ekki var í samræmi við lög, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 8955/2016, og urðu 67 ára eftir 1. júní 2014?
Allir sem voru með skráð örorkumat 1. júní 2014 verða endurskoðaðir.

    Svör við framangreindum spurningum eru byggð á upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins.