Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 855  —  516. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kröfur til hópferðabifreiðastjóra.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvaða kröfur eru gerðar um ökufærni erlendra hópferðabifreiðastjóra sem koma til tímabundinna starfa hér á landi?
     2.      Hvernig er leitast við að tryggja að erlendir bifreiðstjórar hópferðabifreiða fullnægi alþjóðlegum kröfum um ökufærni, t.d. evrópskum kröfum um færni ökumanna hópferðabifreiða?
     3.      Hvaða reglur gilda um veitingu tímabundinna leyfa til borgara utan EES-svæðisins til að aka hópferðabifreiðum í atvinnuskyni?
     4.      Telur ráðherra í ljósi séríslenskra aðstæðna, sem lúta t.d. að vegakerfi og veðurfari, að rök séu fyrir því, með umferðaröryggi fyrir augum, að gera auknar kröfur í þessu efni umfram þær kröfur sem t.d. Evrópureglur gera ráð fyrir?
     5.      Hvaða áform hefur ráðherra um aðgerðir sem lúta að ökufærni bifreiðastjóra hópferðabifreiða til að auka öryggi í umferð í þéttbýli og á vegum úti?


Skriflegt svar óskast.